Gildi eru það sem hefur merkingu í lífinu, það sem við stöndum fyrir sem manneskjur, það sem okkur finnst mikilvægast.

Gildi eru annað en markmið. Markmiðum er hægt að ná en gildi eru meira eins og áttaviti, stefna sem við viljum fara eftir. Til dæmis gæti verið markmið að barnið okkar mæti á réttum tíma í skólann sem gæti verið inni í gildinu að vera „gott foreldri” eða markmiðið að fara út að skokka þegar gildið er að hreyfa sig og stuðla að líkamlegu heilbrigði.

Gildi eru mismunandi fyrir alla og geta breyst yfir tíma.

Þessi verkfærakista inniheldur nokkur gagnleg verkefni, myndbönd og æfingar til að ræða sjálfsmynd og gildin í lífinu, fjölskyldugildi og fyrirmyndirnar okkar.

Gildin í lífinu

Fjölskyldugildi

Styrkleikarnir mínir

Fyrirmyndirnar okkar

Minn dagur í dag