Samkennd í eigin garð er leið til að hjálpa til við að breyta líðan okkar þegar okkur líður illa. Þegar við tölum um samkennd þá tölum við um hlýju, skilning og sanngirni. Það er mikilvægt að við lærum að sýna okkur sjálfum samkennd og það er líka mikilvægt að æfa okkur í að sýna öðrum samkennd.

Æfingarnar í þessari verkfærakistu auðvelda þessi samtöl heima. Við hvetjum foreldra til að prófa líka. Samkenndaræfingar virðast oft vera mjög einfaldar og eru þær það oftast. En þær eru að sama skapi öflugar og byrja að virka fljótt.

Hér er stutt myndband um þrjár hliðar samkenndar:

Lítil áhrifamikil teiknimynd um samkennd:

Gagnleg umræða um mun á samkennd og sjálfstrausti:

Hér eru gagnlegar greinar um samkennd sem við mælum með:

Faðmlag

Góðvild og ró

Laufin á trénu

Steinar og samkennd

Það sem ég geri nú þegar í samkennd