Börn og miðlanotkun

Börn og miðlanotkun er handbók ætluð foreldrum barna á grunnskólaaldri. Handbókin er gefin út af fjölmiðlanefnd, SAFT og Heimili og skóla. Hún var upphaflega framleidd af
MEKU, fjölmiðlafræðslu-, hljóð- og myndmiðladeild KAVI, hljóð- og myndmiðlastofnun finnska ríkisins.

Börn eiga rétt á að njóta öryggis og verndar gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum. Fullorðnir bera ábyrgð á að börn fái að kynnast ólíkum miðlum og þeim tækifærum sem í þeim felast. Um leið þarf að kenna börnum að verjast skuggahliðum miðlanna og tileinka sér gagnrýna hugsun gagnvart þeim skilaboðum sem þar er að finna. Eftir því sem börn eldast og þroskast breytist hlutverk foreldra úr stjórnendahlutverki í leiðsagnarhlutverk. Með því að kenna börnum að nýta sér nútímatækni og allar þær skemmtilegu nýjungar sem í boði eru má beina þeim í heilbrigða átt og styðja þannig.

Hér er hægt að nálgast bæklinginn á PDF sniði.